Meðferð persónuupplýsinga í ráðningar- og starfssamningum
Vímuefnapróf
Persónuverndarlögin taka eingöngu til þess þegar persónuupplýsingar eru skráðar eða unnar með skipulögðum hætti. Persónuverndarlögin taka því ekki til framkvæmdar líkamsrannsókna á borð við vímuefnaprófanir. Ef vinnuveitandi skráir niður persónuupplýsingar um niðurstöður slíkra prófana eða önnur atriði því tengdu þá fellur sú vinnsla undir lögin. Persónuvernd hefur gefið út álit í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga við framkvæmd vímuefnaprófana þar sem farið er yfir helstu álitaefni þessu tengdu.