Meðferð persónuupplýsinga í ráðningar- og starfssamningum
Starfsmannasamtöl og kannanir
Í mörgum fyrirtækjum eru haldin regluleg starfsmannasamtöl. Mikilvægt er að þau séu vandlega undirbúin og trúnaðar sé gætt á öllum stigum. Starfsmannasamtöl eiga að veita stjórnendum og starfsfólki tækifæri til uppbyggilegrar endurgjafar og úrbóta sé þeirra þörf.
Starfsmannasamtölin fara yfirleitt fram samkvæmt stöðluðu formi. Oft er unnin hæfniþróun og áætlun um starfsþroska viðkomandi í þessum samtölum. Vinnuveitanda er heimilt að vinna með þessar upplýsingar með samþykki starfsmanns.
Afrit af samtalinu eru oft geymd í starfsmannaskrá einstaklings innan fyrirtækisins og vinnsla á því er háð persónuverndarlögum, og á viðkomandi starfsmaður til dæmis rétt á að sjá það og gera athugasemdir við það ef þurfa þykir og algjör trúnaður ríkir um þessi gögn.
Kannanir
Ef starfsmaður tekur þátt í könnun um mat á vinnustaðnum eða um ánægju starfsmanna þá fellur öll vinnsla þess undir persónuverndarlögin ef fram koma upplýsingar sem hægt er að tengja við starfsmanninn.
Ef upplýsingarnar eru nafnlausar og ekki er hægt að rekja til einstakra starfsmanna gilda þær reglur ekki.