Þínar upplýsingar, þín réttindi
Hlutverk Persónuverndar er að gæta hagsmuna almennings þannig að mannréttindi séu ekki brotin við meðferð persónuupplýsinga. Persónuvernd sinnir eftirliti með vinnslu persónuupplýsinga og að bætt sé úr annmörkum og mistökum.
Þú átt rétt á að fá að vita ef verið er að vinna með persónuupplýsingar um þig.
Fréttir og tilkynningar
3. apríl 2025
Frumathuganir á vinnslu persónuupplýsinga hjá viðskiptabönkum og Reiknistofu bankanna
Persónuvernd lauk nýverið frumathugunum á vinnslu persónuupplýsinga í upplýsingakerfum sem Arion banki hf., Íslandsbanki hf., Kvika banki hf., Landsbankinn hf. og Reiknistofa bankanna hf. nota til þess að vinna persónuupplýsingar einstaklinga.
3. apríl 2025
Meðferð tölvupósthólfs af hálfu vinnuveitanda við starfslok
Persónuvernd úrskurðaði í máli þar sem kvartað var yfir vinnslu persónuupplýsinga af hálfu vinnuveitanda við starfslok.