Ísland.is appið
Með ríkið í vasanum
10. apríl 2025
Dómstóll Evrópusambandsins (CJEU) hefur kveðið upp mikilvægan úrskurð um persónuvernd í málinu L.H. gegn heilbrigðisráðuneyti Tékklands. Þar staðfestir dómstóllinn að birting nafna, undirskrifta og samskiptaupplýsinga einstaklinga sem koma fram fyrir hönd lögaðila telst vinnsla persónuupplýsinga samkvæmt persónuverndarreglugerðinni.
3. apríl 2025
Persónuvernd lauk nýverið frumathugunum á vinnslu persónuupplýsinga í upplýsingakerfum sem Arion banki hf., Íslandsbanki hf., Kvika banki hf., Landsbankinn hf. og Reiknistofa bankanna hf. nota til þess að vinna persónuupplýsingar einstaklinga.
Persónuvernd úrskurðaði í máli þar sem kvartað var yfir vinnslu persónuupplýsinga af hálfu vinnuveitanda við starfslok.
2. apríl 2025
Persónuvernd lauk nýverið úttektum á vinnslu persónuupplýsinga í upplýsingakerfunum Völu, sem rekið var af Advania Íslandi ehf., og Karellen, sem rekið er af InfoMentor ehf.
11. mars 2025
Persónuvernd hefur ákveðið að árið 2025 verði lögð áhersla á eftirfarandi málaflokka í starfsemi stofnunarinnar.
7. mars 2025
Evrópudómstóllinn (CJEU) komst að þeirri niðurstöðu að við sjálfvirka ákvarðanatöku, þarf ábyrgðaraðili að veita viðkomandi einstaklingi upplýsingar um ferlið og þær reglur sem raunverulega var beitt við ákvörðunartökuna, samkvæmt almennu persónuverndarreglugerðinni (GDPR).
6. mars 2025
Persónuvernd hefur úrskurðað í máli þar sem kvartað var yfir vinnslu persónuupplýsinga hjá Arion banka hf.
19. febrúar 2025
Persónuvernd hefur lokið frumkvæðisathugun á vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við rafræna vöktun í sundlaugum sem sveitarfélögin Akraneskaupstaður, Akureyrarbær, Árborg og Mosfellsbær reka.
18. febrúar 2025
Persónuvernd hefur tekið ákvörðun vegna frumkvæðisathugunar á vinnslu persónuupplýsinga í sameiginlegu sjúkraskrárkerfi Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
13. febrúar 2025
Evrópska persónuverndarráðið (EDPB) fjallaði nýverið um aldursprófun, gervigreind og lyfjareglur.