Vinnsla Arion banka hf. á persónuupplýsingum í markaðslegum tilgangi og í tengslum við fjárhagsmálefni fyrrum viðskiptavinar
6. mars 2025
Persónuvernd hefur úrskurðað í máli þar sem kvartað var yfir vinnslu persónuupplýsinga hjá Arion banka hf.

Persónuvernd hefur úrskurðað í máli þar sem kvartað var yfir vinnslu persónuupplýsinga hjá Arion banka hf. Nánar tiltekið var kvartað yfir því að bankinn hefði skráð kvartanda á markhópalista bankans án hans samþykkis, bankinn hefði komið í veg fyrir löglega fyrningu upplýsinga um fjárhagsmálefni kvartanda með því að framkvæma reglulega lánshæfismat og annars konar fjárhagsgreiningu án heimildar og fjárhagsupplýsingar um kreditkort, sjálfskuldarábyrgð og veðsamninga hefðu verið varðveittar lengur en nauðsynlegt hefði verið.
Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að vinnsla bankans á persónuupplýsingum kvartanda í markaðslegum tilgangi hafi verið heimil með vísan til lögmætra hagsmuna bankans allt þar til kvartandi andmælti vinnslunni en þá var kvartandi fjarlægður af markhópalistum bankans. Þá var niðurstaða Persónuverndar sú að vinnsla bankans á persónuupplýsingum kvartanda um önnur fjárhagsmálefni hans hefði samrýmst ákvæðum laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.