EDPB gefur út yfirlýsingu um aldursprófun, kemur á fót starfshópi um gervigreind og ráðleggur vegna lyfjareglna
13. febrúar 2025
Evrópska persónuverndarráðið (EDPB) fjallaði nýverið um aldursprófun, gervigreind og lyfjareglur.


Evrópska persónuverndarráðið (EDPB) hefur gefið út yfirlýsingu um aldursprófun. Í yfirlýsingunni er lögð áhersla á að sjónarmiða persónuverndartilskipunarinnar verði gætt við athugun á aldri þeirra sem nálgast efni sem er talið óviðeigandi fyrir ákveðna aldurshópa.
Jafnframt setti ráðið á fót vinnuhóp um eftirlit í gervigreindarmálum og loks samþykkti það tillögur vegna alþjóðalyfjareglna sem verða gefnar út árið 2027.
Nánari upplýsingar er að finna í fréttatilkynningu á vef EDPB.