Á öðrum tímanum í nótt, aðfaranótt 14. febrúar, var skv. yfirvöldum í Úkraínu gerð drónaárás á skýlið sem reist var utan um rústir Tsjernobyl kjarnorkuversins í Úkraínu. Eldur kviknaði í hjúpnum og logaði á um 40 fm. svæði kl. 8 í morgun að staðartíma. Eldurinn hefur síðan verið slökktur. Ekki hefur mælst aukin geislun á svæðinu í kjölfar þessa.