7. nóvember 2024
7. nóvember 2024
Heimsóknir bandarískra kjarnorkuknúinna kafbáta
Í fyrra, þann 18. apríl 2023, tilkynnti utanríkisráðherra stjórnvöldum í Bandaríkjunum að kjarnorkuknúnum kafbátum yrði heimilt að hafa viðkomu við Íslandsstrendur. Síðan þá hafa nokkrir kafbátar komið í þjónustuheimsóknir í íslenska landhelgi. Síðasta þjónustuheimsóknin var síðastliðinn október, eins og greint hefur verið frá í íslenskum fjölmiðlum.
Verklagsreglur um meðal annars viðbúnað í tengslum við þjónustuheimsóknirnar hafa verið unnar í samstarfi Utanríkisráðuneytisins, Geislavarna ríkisins, Landhelgisgæslunnar og embættis ríkislögreglustjóra.
Við hverja þjónustuheimsókn fylgjast sérfræðingar Geislavarna ríkisins með og veita ráðgjöf í tengslum við þá þætti heimsóknarinnar er snúa að geislavörnum. Kjarnorkuknúnir kafbátar valda hvorki geislun á fólk né umhverfi en vöktun og mælingar eru gerðar til að tryggja að svo sé.
Mynd er fengin frá Facebook síðu Utanríkisráðuneytisins.
Nánar má lesa um bandaríska kafbáta í þjónustuheimsóknum á vef Stjórnarráðsins.