2. september 2024
2. september 2024
Nýtt rit: Notkun geislahlífa á sjúklinga
Geislavarnir hafa gefið út leiðbeiningar um notkun geislahlífa á sjúklinga, í samstarfi við sjúkrahús, heilbrigðisstofnanir og fagfélög.
Tekið er mið af nýjustu leiðbeiningum fagfélaga í Evrópu og nýjustu þekkingu á geislanæmi vefja og líkindum á geislasköðum.
Löng hefð er fyrir notkun geislahlífa á sjúklinga en breytingar á notkun þeirra hafa verið í farvatninu um nokkurt skeið.
Ólíkt því sem áður var er nú almennt ekki mælt með notkun blýhlífa nema í undantekningartilvikum. Ekki er mælt með notkun blýhlífa fyrir kynkirtla, fóstur, brjóst eða augastein. Nota má blýhlífar fyrir skjaldkirtil í tannlækningum en þó er ekki mælt sérstaklega með því.
Allir sem koma nálægt notkun geislunar í læknisfræði eru hvattir til að kynna sér nýju leiðbeiningarnar.