Fara beint í efnið

1. október 2024

HERCA fundur: Þjálfun heilbrigðisstarfsfólks sem vinna með skyggnitæki í sýndarveruleika

Samtök evrópskra geislavarnastofnanna (HERCA) vinna að því að greina sameiginleg vandamál og koma með hagnýtar lausnir á þessum vandamálum. Markmiðið er að stuðla að góðum geislavörnum um alla Evrópu. Sjá nánar um HERCA á www.herca.org

HERCA logo

Vinnuhópur HERCA um læknisfræðilega geislun er vettvangur til að deila reynslusögum og því sem er að gerast í hverju landi. Geislavarnir tóku nýverið rafrænt þátt í reglulegum fundi HERCA um læknisfræðilega notkun geislunar.

Á fundinum kom meðal annars fram að Geislavarnastofnun Þýskalands (BfS) hefur búið til sýndarveruleikaforrit sem hægt er að nota til að læra um geislavarnir í skyggnirannsóknum. Í sýndarveruleikanum er notandinn staddur á æðaþræðingastofu og getur séð hvernig breytingar á stefnu geisla, staðsetningu starfsmanna, geislahlífum og stillingum tækis hafa áhrif á geislaálag starfsmanna og sjúklinga. Í sýndarveruleikanum er röntgengeislun gerð sýnileg sem gefur notandanum einstakt tækifæri til að fá tilfinningu fyrir geislun þar sem verið er að skyggna.

Forritið er frítt öllum og er hægt að nota það á ensku eða þýsku. Sjá nánar um forritið í fræðsluefni GR í greininni þjálfun í sýndarveruleika fyrir heilbrigðisstarfsólk sem vinna með skyggnitæki.

Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að prófa forritið og þjálfa sig án þess að verða fyrir geislun.