Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Á ég rétt á einhverju öðru en það sem ég er að fá nú þegar?

Þú getur mögulega átt rétt á greiðslum til viðbótar við endurhæfingarlífeyrinn svo sem heimilisuppbót og barnalífeyri. Ef þú ert ekki viss hverju þú átt rétt á getur þú haft samband við okkur með því að koma til okkar í Hlíðarsmára 11 sem er opin alla virka daga milli 10 og 15, panta tíma í gegnum Noona appið og tilgreina erindið eða hringja í okkur í síma 560 4400 og við munum taka vel á móti þér og fara yfir þín réttindi.