Fyrir Grindavík: Tjón og tryggingar
Má henda því sem ónýtt er?
Eignum og hlutum sem tjón hefur orðið á má ekki henda, fjarlægja eða gefa. Matsmenn NTÍ verða að skoða hluti og eignir til þess að meta viðkomandi tjón - hlutir sem ekki er hægt að meta fást ekki bættir.
Ef í ljós kemur að tjón hefur orðið á vátryggðu innbúi þegar farið verður inn í hús í Grindavík næstu daga, þá er best að hringja strax í NTÍ í síma 575 3300. Starfsmenn þar munu aðstoða við skráningu tjónsins og ákveða í samráði við eigendur hvenær hægt verður að skoða og meta tjónið.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?