Fyrir Grindavík: Tjón og tryggingar
Er innbúið mitt tryggt fyrir tjóni af völdum náttúruhamfara?
Innbú, s.s. húsgögn og aðrar eigur á heimilum fólks, eru flokkaðar sem lausafé í tryggingaskilmálum. Ef þitt lausafé var brunatryggt hjá tryggingafélaginu þínu áður en hættustigi almannavarna var lýst yfir 10. nóvember þá er það líka tryggt af NTÍ. Sjálfsábyrgð eigenda á lausafé er 2%, en að lágmarki 200.000 kr. Þú finnur upplýsingar um tryggingafjárhæð innbús og annars lausafjár í vátryggingarskírteininu frá tryggingafélaginu þínu, undir brunatryggingum.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?