Fyrir Grindavík: Tjón og tryggingar
Hvenær má búast við að tjónþolar fái niðurstöður úr tjónamötum?
Frá og með 14. janúar hafa ekki verið forsendur til að fara inn í Grindavík til að halda áfram með tjónamat. Því hefur verið lögð áhersla á uppgjör á altjónshúsum og hefur starfsfólk NTÍ verið í samskiptum við eigendur þeirra varðandi innborganir sem hægt er að framkvæma, þrátt fyrir þá óvissu sem enn ríkir með förgun/frágang húsanna.
Breytingar urðu á sprungum í jarðhræringunum sem urðu um leið og eldgosið átti sér stað og upplýsingar benda til þess að tjón hafi breyst á mörgum þeirra eigna sem matsmenn voru þegar búnir að skoða.
Beðið er upplýsinga frá stjórnvöldum um aðgerðir sem Grindvíkingum mun standa til boða, en þær geta haft áhrif á meðferð þeirra mála sem ekki er unnt að ljúka vegna þeirrar óvissu sem ríkir.
Í ljósi þess sem fram hefur komið er ekki unnt að gefa út ákveðnar dagsetningar fyrir kynningu á niðurstöðu úr tjónamötum.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?