Fyrir Grindavík: Tjón og tryggingar
Hvernig virkar ferlið fyrir íbúa í Grindavík?
Íbúar í Grindavík senda inn tilkynningar um tjón á eignum í gegnum vef NTÍ. Þeim býðst ráðgjöf og liðsinni frá starfsfólki NTÍ, bæði símleiðis og í tölvupósti á nti@nti.is.
Þú tilkynnir tjón vegna náttúruhamfara, s.s. jarðskjálfta, með því að smellla á hnappinn „Tilkynna tjón“ – ferlið er einfalt, í alls 5 skrefum og þú skráir þig inn með rafrænum skilríkjum. Þú þarft að veita ákveðnar upplýsingar í ferlinu, til dæmis um hjá hvaða tryggingafélagi þú ert hjá og lýsingu á eignum/munum. Athugaðu að mikilvægt er að henda ekki skemmdum eigum eða hlutum því matsmenn NTÍ munu þurfa að koma á staðinn og sjá eigurnar til að geta lagt mat á tjónið.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?