Fyrir Grindavík: Tjón og tryggingar
Er eitthvað ferli sem tryggir hagsmuni tjónþola í samskiptum sínum við NTÍ?
NTÍ starfar skv. stjórnsýslulögum og þarf því að gæta vel að réttindum tjónþola. Áhersla er lögð á jafnræði meðal tjónþola í atburðum og tryggt er að hver og einn fái tækifæri til að koma að sínum sjónarmiðum við meðferð þeirra mála. Eigendur eða fulltrúar þeirra eru viðstaddir tjónaskoðun og þegar matsgerð liggur fyrir, er hún send til kynningar og tjónþola gefinn kostur á að koma að sínum sjónarmiðum. Ef hann telur að ákvörðun NTÍ um tjónabætur sé honum óhagfelldar getur hann vísað máli sínu til sérstakrar úrskurðarnefndar sem starfrækt er á grundvelli laga um NTÍ. Úrskurðarnefndin er skipuð af ráðherra, algjörlega óháð stofnuninni og ekki þörf á því fyrir tjónþola að hafa lögfræðing til að vísa málum sínum til nefndarinnar. Fjórir eiga sæti í nefndinni. Formaður nefndarinnar er lögmaður með sérþekkingu á sviði vátryggingaréttar, einn nefndarmaður er með sérþekkingu á sviði mannvirkja skipaður eftir tilnefningu verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands og tveir eru skipaðir án tilnefningar og hafa sérþekkingu á sviði vátryggingaréttar, mannvirkja eða tjónamats.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?