Fara beint í efnið

Hvað með aðra hluti sem ég hef byggt á lóð hússins míns t.d pall og heitan pott, fæ ég það bætt?

NTÍ greiðir aðeins tjónabætur á þeim hlutum sem eru tryggðir samkvæmt lögum sem um NTÍ gilda.

Lögum samkvæmt vátryggir NTÍ það tjón sem sannarlega hefur orðið á húseignum vegna náttúruhamfara.  Innbú og lausafé, sem er brunatryggt hjá almennu félögunum, er líka tryggt gagnvart náttúruhamförum.

NTÍ gerir ekki athugasemdir við að húseigendur fjarlægi verðmæti af lóðum húsa sinna, en rétt er að slíkar aðgerðir séu í samráði við byggingayfirvöld og eftir atvikum stjórnvöld, ef eigandi hyggst nýta sér þær lausnir sem þar verða í boði varðandi húseignirnar. 

 

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?

Fyrir Grindavík

Þjón­ustu­teymi Grind­vík­inga

Sími : 545 0200
Netfang: radgjof@grn.is

Þjón­ustu­vefur

Spurt og svarað