Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Leit á fólki og í fórum þeirra fellur ekki undir persónuverndarlögin nema haldin sé skrá um leitina. Heimild til að halda slíka skrá mundi ráðast af lögmæti þess að framkvæma fyrrgreinda leit.

Í stjórnarskrá segir að allir njóti friðhelgi einkalífs og að óheimilt sé að gera líkamsrannsókn eða leit á manni eða í munum hans nema samkvæmt dómsúrskurði eða sérstakri lagaheimild. Sérstök lagaheimild í þessu sambandi er t.d. heimild í lögreglulögum sem heimilar lögreglu að leita á einstaklingum sem teknir hafa verið höndum.

Vinnuveitendum er ekki að lögum heimilt að láta framkvæma leit á starfsfólki sínu og verður því starfsmaðurinn sjálfur að veita frjálst og óháð samþykki sitt fyrir leitinni. Að öðrum kosti þarf vinnuveitandi að kalla til lögreglu gruni hann starfsmann um þjófnað eða aðra refsiverða háttsemi.

Persónuvernd

Hafa samband

postur@personuvernd.is

Sími: 510 9600

Afgreiðslu­tími

Virka daga frá 9 til 12 og 13 til 15

Símatími lögfræðinga er alla fimmtudaga frá 9 til 12

Stað­setning

Laugavegur 166, 4. hæð

105 Reykjavík, Ísland

Kennitala: 560800-2820