Sýslumenn: Lögráðamál
Hvernig fara lögráðamenn með eignir ófjárráða?
Eignir hins ófjárráða á að varðveita tryggilega og ávaxta eins og best er á hverjum tíma. Lögráðamanni ber að halda fjármunum skjólstæðings síns aðgreindum frá eigin fjármunum.
Fari verðmæti eigna ófjárráða yfir 1.206.710 krónur skal varðveita þær og ávaxta í samráði við sýslumann.
Lögráðamaður þarf samþykki sýslumanns til allra meiriháttar eða óvenjulegra ráðstafana á fjármunum hins ófjárráða. Senda þarf beiðnina á þar til gerðu eyðublaði.
Hér má finna nánari upplýsingar um lögráðamenn.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?