Sýslumenn: Lögráðamál
Ef einhver sem er fjárráða vill láta annan sjá um sín fjármál, hvað er hægt að gera?
Fjárráða einstaklingur sem treystir sér ekki til að sjá um fjármál sín til dæmis vegna veikinda eða fötlunar getur óskað eftir því að sýslumaður skipi ráðsmann yfir ákveðnum eignum hans.
Þegar aðila hefur verið skipaður ráðsmaður yfir eign, missir hann rétt sinn til að ráðstafa eigninni sjálfur.
Hér má finna nánari upplýsingar um skipun ráðsmanna.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?