Sýslumenn: Lögráðamál
Get ég látið nauðungarvista manneskju?
Einstaklingur getur ekki lagt fram beiðni um nauðungarvistun. Beiðni um nauðungarvistun er lögð fram af félagsþjónustu sveitarfélags, en tilmæli um nauðungarvistun geta komið frá aðila sjálfum, aðstandanda eða öðrum. Það þarf að liggja fyrir læknisvottorð og það mat læknis að nauðungarvistun sé óhjákvæmileg.
Hér má finna nánari upplýsingar um nauðungarvistanir.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?