Fara beint í efnið

Hverjar eru skyldur lögráðamanna barna?

Lögráðamenn barna eru forsjáraðilar þeirra og ráða persónulegum högum þeirra. Þetta eru í flestum tilfellum foreldrar barnanna.

Ef barn á eignir að verðmæti 1.000.000 krónur eða meira, þarf lögráðamaður þess að skila skýrslu til sýslumanns í því umdæmi sem barnið á lögheimili. Í skýrslunni á að taka fram helstu ákvarðanir um eignir barnsins sem teknar voru á liðnu ári.

Skýrslunni skal skilað:

* fyrir 1. mars ár hvert, ef lögráðamaður er líka foreldri barnsins.

* fyrir 1. apríl ár hvert, ef lögráðamaðurinn er skipaður af sýslumanni


Hér má finna nánari upplýsingar um lögráðamenn.



Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?