Sjúkratryggingar: Heilbrigðisstarfsfólk
Eiga verktakar að vera með sjúklingatryggingu?
Allir heilbrigðisstarfsmenn sem veita heilbrigðisþjónustu skulu hafa sjúklingatryggingu. Heilbrigðisstarfsmaður sem starfar sem launþegi, fellur undir sjúklingatryggingu vinnuveitanda síns. Heilbrigðisstarfsmaður sem starfar sjálfstætt (í verktöku) ber almennt sjálfur ábyrgð á sinni tryggingu, hann þarf að hafa rekstrarleyfi fyrir störfum sínum og vera sjálfur með sjúklingatryggingu.
Samkvæmt reglugerð um iðgjöld fyrir sjúklingatryggingu er þó heimilt að fella verktaka undir sjúklingatryggingu starfseininga, teljist hann í raun starfsmaður rekstraraðila frekar en sjálfstætt starfandi. Við mat á því skal horft til þess hvort heilbrigðisstarfsmaður starfi undir stjórn eða á ábyrgð annars heilbrigðisstarfsmanns eða í svo mikilli teymisvinnu með öðrum starfsmönnum að líta eigi á hann sem starfsmann starfsheildar. Samkvæmt reglugerðinni á þetta sérstaklega við um þá sem starfa á heilbrigðisstofnunum, til dæmis sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?