Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Ég er tímabundið frá störfum (t.d. í fæðingarorlofi eða vegna veikinda), hvernig skrái ég sjúklingatryggingu mína?

Ef óska þarf eftir tímabundinni niðurfellingu á sjúklingatryggingu vegna til dæmis fæðingarorlofs eða lengri veikinda, þarf í upphafi að velja rekstrarleyfisnúmer og skrá inn upplýsingar um sérgrein, starfshlutfall og tímabil (allt árið er valið). Þegar því er lokið er „orlofsskráning“ valin í fellilistanum undir rekstrarleyfisnúmer. Síðan er smellt á „skrá nýja tegund“ þá opnast gluggi þar sem sérgrein er valin og þá er hægt að setja inn tímabil orlofs. Athugið að samkvæmt reglugerð um iðgjöld er ekki heimilt að skrá orlof skemur en þrjá mánuði eða lengur en 12 mánuði. Tímabundinni niðurfellingu er ætlað að mæta þeim sem fara í fæðingarorlof, veikindaleyfi til lengri tíma o.þ.h. en ekki er um orlofsskráningu vegna sumarleyfa að ræða. Trygging á að vera í gildi í hefðbundnum sumarleyfum og öðrum leyfum sem eru styttri en 3 mánuðir.

Best er að ljúka skráningunni eftir bestu vitneskju um hvenær þú snýrð aftur til starfa. Hægt er að laga skráninguna síðar ef aðstæður breytast.

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?