Leiðbeiningar um hvernig þú skráir þig inn og skoðar gögn sem þú ert með aðgang að á Mínum síðum.
Prókúruhafar fyrirtækja og stofnanna geta skráð sig inn á Mínar síður Ísland.is ef skráning er til staðar í prókuruhafaskrá hjá Skattinum. Ef þú sérð ekki fyrirtæki þar sem prókúrutengsl eru til staðar, má hafa samband við Skattinn.
Þú skráir þig inn með þínum persónulegu rafrænu skilríkjum á Mínar síður.
Skiptir um notanda með því að smella á nafnið þitt í efra hægra horni og velur að Skipta um notanda.
Þá birtast þeir aðilar og fyrirtæki sem þú hefur aðgang að.
Opinberir aðilar þurfa að skrá prókúruhafa hjá Skattinum til þess að fá aðgang að Mínum síðum og umboðskerfi Ísland.is.
Innskráning:
Þú skráir þig inn með þínum persónulegu rafrænu skilríkjum á Mínar síður.
Skiptir um notanda með því að smella á nafnið þitt í efra hægra horni og velur að Skipta um notanda.
Þá birtast þeir aðilar og fyrirtæki sem þú hefur aðgang að.
Forsjáraðilar geta skráð sig inn á Mínar síður fyrir hönd barnanna sinna óháð búsetu. Kerfið sækir forsjártengsl til Þjóðskrár. Ef þú sérð ekki barn þar sem forsjártengsl eru til staðar, vinsamlegast hafið samband við Þjóðskrá.
Þú skráir þig inn með þínum persónulegu rafrænu skilríkjum á Mínar síður.
Skiptir um notanda með því að smella á nafnið þitt í efra hægra horni og velur að skipta um notanda.
Þá birtast þeir aðilar og fyrirtæki sem þú hefur aðgang að.
Lögráða einstaklingar sem vegna fötlunar sinnar eiga erfitt með að gæta hagsmuna sinna eiga rétt á að velja persónulegan talsmann sér til aðstoðar. Réttindagæsla fatlaðra heldur utanum samninga á milli einstaklinga og persónulegra talsmanna og sótt er um þá samninga hjá Réttindagæslunni. Allir sem geta ekki séð um sig sjálfir geta sótt um persónulegan talsmann.
Persónulegur talsmaður getur skráð sig inn á Stafrænt pósthólf á Mínum síðum Ísland.is fyrir hönd þeirra sem hann aðstoðar ef að samningurinn tilgreinir þau réttindi.
Þú skráir þig inn með þínum persónulegu rafrænu skilríkjum á Mínar síður.
Skiptir um notanda með því að smella á nafnið þitt í efra hægra horni og velur að skipta um notanda.
Þá birtast þeir aðilar og fyrirtæki sem þú hefur aðgang að.
Þú skráir þig inn með þínum persónulegu rafrænu skilríkjum á Mínar síður.
Skiptir um notanda með því að smella á nafnið þitt í efra hægra horni og velur að skipta um notanda.
Þá birtast þeir aðilar og fyrirtæki sem þú hefur aðgang að.
Þjónustuaðili
Stafrænt Ísland