Fara beint í efnið

Umboð og aðgangsstýring á Ísland.is

Þú getur gefið öðrum aðgang að þínum gögnum í gegnum Umboðskerfi Ísland.is. Það kallast að veita öðrum umboð. Sá sem fær umboðið getur í kjölfarið innskráð sig til að skoða gögn sem umboðið nær til.

Prókúrurhafar, fólk sem er með aðgang að gögnum fyrirtækis eða stofnunar, geta einnig veitt öðrum umboð til að skoða þessi gögn.

Tvær leiðir til að veita umboð

1. Veita umboð rafrænt gegnum Mínar síður

  1. Þú skráir þig inn með þínum persónulegu rafrænu skilríkjum á Mínum síðum Ísland.is

    • Ef þú vilt veita umboð í nafni fyrirtækis sem þú stýrir þarftu næst að skipta yfir á aðgang fyrirtækisins. Það er gert með því að smella á nafnið þitt uppi í hægra horni, velja Skipta um notanda og velja fyrirtækið.

  2. Velur Aðgangsstýring annað hvort á forsíðu eða með að smella á Yfirlit í hægra horni.

  3. Þar getur þú valið hverjum þú vilt veita aðgang, að hvaða kerfishlutum og hversu lengi aðgangurinn á að vera virkur.

Prókúruhafar fyrirtækja geta jafnframt valið að gefa öðrum réttindi til að stýra aðgangi að þeim gögnum sem þeir sjálfir hafa aðgang að, til dæmis svo að starfsfólk bókhaldsstofa geti gefið samstarfsfólki sínu aðgang. Það er gert með því að velja aðilann sem á að hafa réttindi, haka í Aðgangsstýring og velja þá kerfishluta sem hann á að geta séð og gefið aðgang að.

2. Veita umboð á pappír

Einstaklingar sem ekki eiga rafræn skilríki og geta ekki veitt öðrum umboð í gegnum Mínar síður, geta fengið umboðshafa (þann sem er að fá umboðið) til að sækja um með því að skila inn útfylltu eyðublaði.

Þegar þú hefur prentað eyðublaðið, fyllt það út og skrifað undir í tveggja votta viðurvist getur sá sem fær umboðið (umboðshafi) skilað því inn rafrænt.

Senda inn umboð á pappír

Réttindi sem fylgja umboði sem skilað er inn á pappír

Umboð sem skilað er inn á pappír veitir umboðshafa rétt til að sinna málum og gæta hagsmuna þess sem veitir umboðið í gegnum eftirfarandi stafrænu opinberu þjónustur:

Þjónustuaðili

Staf­rænt Ísland