Fara beint í efnið

Umboð og aðgangsstýring á Ísland.is

Afturkalla umboð sem þú hefur veitt öðrum

Ef þú hefur veitt öðrum aðgang að Mínum síðum getur þú alltaf afturkallað umboðið með nokkrum einföldum skrefum.

  1. Þú skráir þig inn á Mínar síður með þínum persónulegu rafrænu skilríkjum.

    • Ef þú vilt afturkalla umboð fyrirtækis sem þú stýrir þarftu næst að skipta yfir á aðgang fyrirtækisins. Það er gert með því að smella á nafnið þitt uppi í hægra horni, velja Skipta um notanda og skráð þig inn sem fyrirtækið.

  2. Velur Aðgangsstýring í efnisyfirliti á vinstri hlið.

  3. Velur þann einstakling sem á að afturkalla umboðið hjá og eyðir umboði.

Einstaklingurinn sem áður hafði umboð mun ekki lengur getað skráð sig inn fyrir hönd þess sem hann hafði umboð fyrir.

Þjónustuaðili

Staf­rænt Ísland