Ísland.is appið
Með ríkið í vasanum
26. apríl 2022
Vinnueftirlitið stendur fyrir morgunfundi undir yfirskriftinni Vinnuvernd í verkefnadrifnu hagkerfi í samstarfi við Vinnuvistfræðifélag Íslands (VINNÍS) fimmtudaginn 28. apríl.
3. mars 2022
Vinnueftirlitið, VIRK og embætti landlæknis bjóða upp á morgunfund um heilsueflandi vinnustaði í streymi miðvikudaginn 16. mars frá klukkan 8.30 – 10.
14. febrúar 2022
Vinnueftirlitið heldur málstofu um vinnuvernd á hönnunar- og undirbúningsstigi í mannvirkjagerð í beinu streymi fimmtudaginn 24. febrúar frá klukkan 9 – 10. Málstofan er haldin í framhaldi af 40 ára afmælisráðstefnu Vinnueftirlitsins Vinnuvernd – ávinningur til framtíðar sem fór fram 19. nóvember síðastliðinn.
2. febrúar 2022
Nú er hávetur og færðin eftir því en við það eykst hætta á hálkuslysum. Starfsfólk fellur við vinnu á útisvæðum eða á leið til og frá vinnu. Vinnueftirlitið vill því hvetja atvinnurekendur til að huga vel að aðstæðum við vinnustaði sína sem geta breyst hratt.
18. janúar 2022
Áskoranirnar í vinnuumhverfinu eru margar og ein af þeim er félagslega vinnuumhverfið sem er undirstaða góðrar vinnustaðamenningar þar sem fólki líður vel og er öruggt í starfi. Svava Jónsdóttir, sviðsstjóri heilsu- og umhverfissviðs hjá Vinnueftirlitinu, ritar grein í Fréttablaðið í dag um forvarnir gegn áreitni á vinnustað. Lengri útgáfu með frekari leiðbeiningum er að finna neðst á síðunni.
6. janúar 2022
Vinnueftirlitið heldur málstofu um rakaskemmdir og innivist á vinnustöðum í beinu streymi föstudaginn 14. janúar frá klukkan 9 – 10. Málstofan er haldin í framhaldi af 40 ára afmælisráðstefnu Vinnueftirlitsins Vinnuvernd – ávinningur til framtíðar sem fór fram 19. nóvember síðastliðinn.
1. desember 2021
Alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi stendur nú sem hæst. Vinnueftirlitið leggur sífellt meiri áherslu á félagslegt vinnuumhverfi og forvarnir gegn einelti, áreitni og ofbeldi á vinnustöðum og starfar meðal annars á samráðsvettvangi þar sem unnið er að því að uppræta mansal og félagsleg undirboð. Þá gekk stofnunin nýverið frá ráðningu verkefnastjóra sem ætlað er að efla fræðslu um félagslegt vinnuumhverfi.
26. nóvember 2021
Vinnueftirlitið sendir út beint streymi frá málstofu um forvarnir gegn stoðkerfisvanda á vinnustöðum fimmtudaginn 2. desember næstkomandi frá klukkan 9.00 til 10.00.
21. nóvember 2021
Um tvö hundruð manns fylgdust með beinu streymi frá afmælisráðstefnu Vinnueftirlitsins Vinnuvernd – ávinningur til framtíðar sem haldin var föstudaginn 19. nóvember síðastliðinn í tilefni þess að stofnunin fagnar 40 ára afmæli á árinu.
15. nóvember 2021
Cecilia Berlin, dósent við Chalmers tækniháskólann í Gautaborg, er annar af tveimur aðalfyrirlesurum á afmælisráðstefnu Vinnueftirlitsins: Vinnuvernd – ávinningur til framtíðar, sem haldin verður í streymi föstudaginn 19. nóvember næstkomandi.