Hvað þarf stofnun að gera?
Senda inn umsókn um samstarf á Stafrænt Ísland með upplýsingum um tæknilegan tengilið
Tengja skjalaveitu við Strauminn (x-road)
Stofnun ber ábyrgð á birtingu og hýsingu gagna og þarf því að tryggja þeim öruggt rekstrarumhverfi
Ávinningur fyrir stofnun
Notendavæn birting á miðlægu vefsvæði sem og í appi
Sparar pappírs og sendingarkostnað
Auka skilvirkni, hagkvæmni og öryggi gagna einstaklinga og lögaðila
Gagn í stafrænu pósthólfi telst birt þegar það er orðið aðgengilegt í stafrænu pósthólfi viðtakanda
Stuðla að því að meginsamskiptaleið stjórnvalda við þessa aðila verði stafræn
Hnipp
Hnipp er þjónusta sem skjalaveitum stendur til boða til að láta viðtakendur vita með tölvupósti að nýtt skjal bíði þeirra í pósthólfi.
Viðtakendur geta tekið afstöðu til hnipps í stillingum efst í hægra horni á mínum síðum/pósthólfi. Hnippt er með tölvupósti:
EF skjalaveita (sendandi) óskar
OG viðtakandi hefur ekki afþakkað hnipp.
Hlutverk Stafræns Íslands
Aðstoðar við tengingar skjalaveitu og þá forritun sem þarf til
Sér um rekstur pósthólfsins en geymir engin gögn