Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Stafrænt Ísland Forsíða
Stafrænt Ísland Forsíða

Stafrænt Ísland

Afhverju Starfænt pósthólf?

Að stuðla að skilvirkri opinberri þjónustu, auka gagnsæi við meðferð mála og hagkvæmni í stjórnsýslu og tryggja örugga leið til að miðla gögnum til einstaklinga og lögaðila.

Að meginboðleið stjórnvalda við einstaklinga og lögaðila verði stafræn og miðlæg á einum stað.

Tegundir gagna

Opinberir aðilar skulu birta allt efni sem varðar sértæka hagsmuni einstaklings eða lögaðila, sem birta á fyrir viðkomandi, í pósthólfinu. Þetta á við um hvers konar gögn jafnt rituð sem í öðru formi, sem verða til við meðferð máls hjá stjórnvöldum, svo sem tilkynningar, ákvarðanir og úrskurði.  

Í pósthólfinu skal ekki birta auglýsingaefni eða annað efni sem ekki varðar með einhverjum hætti sértæka hagsmuni eiganda pósthólfsins. Þar er til að mynda vísað til upplýsinga um breyttan opnunartíma, fréttabréf, kannanir, áskoranir til almennings eða almennar ábendingar um fresti til að skila gögnum. 

Opinberum aðilum er heimilt að birta í stafrænu pósthólfi bæði almennar og viðkvæmar persónuupplýsingar einstaklinga eins og þær eru skilgreindar í lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.

Réttaráhrif birtingar

Gagn í stafrænu pósthólfi telst birt þegar það er orðið aðgengilegt í stafrænu pósthólfi viðtakanda.

Gögn barna

Forsjáraðilar hafa aðgang að gögnum barna sinna í stafrænu pósthólfi að 18 ára aldri, að undanskildum gögnum er varða heilsu eða dómsmál. Þeim gögnum hafa forsjáraðilar einungis aðgang að til 16 ára aldurs.

Hvar eru gögnin mín vistuð?

Skjöl sem birt eru í pósthólfi eru vistuð hjá þeirri stofnun eða opinbera aðila sem sendir skjalið. Mínar síður Ísland.is geymir engin gögn, þegar skjal er opnað eru gögnin sótt til þess opinbers aðila sem sendi skjalið.

Hvað með þá sem vilja ekki skoða skjöl stafrænt?

Einstaklingar og lögaðilar geta óskað eftir því við opinbera aðila að fá gögn á annan hátt en í stafrænt pósthólf. Þeir sem vilja óska eftir því geta gert það með því að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum á Mínar síður á Ísland.is, stillingar má finna í efra hægra horni. Einnig getur þú óskað eftir því í persónu hjá sýslumanni gegn framvísun skilríkja.

  • Gögnin verða þó áfram aðgengileg stafrænt og miðast réttaráhrif við birtingu í Stafrænu pósthólfi.

Getur annar aðili skoðað gögnin fyrir mína hönd?

Upplýsingar um innskráningu, umoð og aðgangsstýringu