Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Stafrænt Ísland Forsíða
Stafrænt Ísland Forsíða

Stafrænt Ísland

Um Stafræn skírteini

Stafræn skírteini gera notendum kleift að færa sönnur á réttindi með farsímanum á hentugan og öruggan hátt þó plastskírteini gleymist eða týnist.

Stafræn skírteini eru útfærð af Stafrænu Íslandi fyrir opinbera aðila sem gefa þau út. Stafræn skírteini eru stafrænar útgáfur skírteina sem byggja á einhverskonar réttindum notandans. Sem dæmi um þetta má nefna ökuskírteini, vinnvélaréttindi, skotvopnaleyfi og örorkuskírteini. Útfærsla stafrænna skírteina er í tveimur liðum gagnvart notandanum:

  1. Birting á yfirliti yfir tiltekin réttindi í Ísland.is appinu og á mínum síðum á Ísland.is auk möguleika til að sækja stafrænt skírteini til vistunar í snjallsíma.

  2. Útgáfa á eiginlegu stafrænu skírteini sem vistað er í Apple Wallet á iPhone eða SmartWallet á Android.

Auk þessa má nota skírteinaskanna sem innbyggður er í Ísland.is appið, til þess að staðfesta að stafræn skírteini annarra notenda séu í gildi og ófölsuð.

Í þessu felst aukið öryggi sem tekur fram því sem flest plastskírteini geta boðið í dag.