Stafræn skírteini
Hvað þarf stofnun að gera?
Senda inn umsókn um samstarf á Stafrænt Ísland.is
Útvega þau gögn sem þarf fyrir stafræna skírteinið með vefþjónustu.
Vinna með Stafrænu Íslandi að innleiðingu, útgáfu og þjónustu skírteina.
Huga að framsetningu á persónuverndarstefnu og öðrum skilmálum.
Ávinningur fyrir stofnun
Bætt þjónusta við notendur útgefinna skírteina.
Möguleiki á því að draga úr umsvifum og kostnaði við útgáfu plastskírteina.
Aukið öryggi sem felst í rafrænni sannreyningu stafrænna skírteina dregur úr líkum á fölsunum.