Vefir stofnana á Ísland.is
Fjölmargar stofnanir og opinberir aðilar hafa þegar fært vefsvæði sín undir hatt Ísland.is. Þar má meðal annars nefna vefi Sjúkratrygginga, Tryggingastofnunar, Fiskistofu, Samgöngustofu og sýslumanna.
Efni stofnanavefja er aðgengilegt öllum notendum Ísland.is í gegnum leit og leiðakerfi vefsins. Þetta stuðlar að því markmiði að notendur þurfi ekki að rekja sig á milli vefsíðna mismunandi ríkisstofnana heldur komist beint að því efni sem þeir leita að hverju sinni.