Rafræn skilríki
Virkjaðu skilríkin hvar sem er
Í nýjustu útgáfu Auðkennisappsins er hægt að virkja rafræn skilríki með sjálfafgreiðslu - hvar sem er í heiminum.
Sjálfsafgreiðslan er framkvæmd með lífkennaupplýsingum í vegabréfi og þarf viðkomandi að:
Hafa náð 18 ára aldri
Hafa afnot að snjalltæki með NFC stuðningi
Hafa gilt íslenskt vegabréf
Þú sækir Auðkennisappið í App Store eða Google Play og virkjar rafræn skilríki með lífkennum á símanum þínum eða snjalltækinu.
Eftir að aðgangur hefur verið stofnaður getur þú notað Auðkennisappið hjá þeim þjónustuveitendum sem styðja það.
Nánari upplýsingar um Auðkennisappið má finna á heimasíðu Auðkennis.
Þjónustuaðili
Auðkenni