Rafræn skilríki
Rafræn skilríki á korti
Athugið - Tilkynning frá Auðkenni, september 2022
Föstudaginn 16. september tóku við breytingar í útgáfu á einka- og starfsskilríkjum á korti. Helstu breytingar sem snerta notendur eru þær að ekki verður lengur notast við Nexus Personal hugbúnaðinn á nýjum kortum.
- Notendur nýju skilríkjana munu þurfa að sækja SmartID hugbúnaðinn til að nota við innskráningu með kortunum.
- Þeir sem eiga gömlu einkaskilríkin munu geta notað þau þangað til þau renna úr gildi – því þarf ekki að panta ný skilríki fyrr en gömlu renna út.
- Til þess að meta hvort kortið þú notar má sjá myndir á heimasíðu Auðkennis.
- Nýju skilríkin virka því miður ekki á Mac tölvum, beðið er eftir hugbúnaði sem styður Mac.
Nánar má lesa um málið hér.
Rafræn skilríki á korti
Rafræn skilríki á korti er einkaskilríki sem þú tengir við tölvuna þína, það eru kort í sömu stærð og greiðslukort sem nýtast eingöngu fyrir rafræn skilríki.
Til að nota rafræn skilríki á kortum þarf að hafa bæði kortalesara tengdan við tölvuna og uppsettan hugbúnað til að lesa skilríkin.
Kortalesarinn er tengdur við þá tölvu sem nota á rafræna skilríkið á. Kortalesarinn tengir kortið við tölvuna. Flest útibú bankanna útvega lesara gegn vægu gjaldi.
Setja þarf upp SmartID hugbúnað. Í sumum nýrri fartölvum eru þessir lesarar innbyggðir og einnig eru til sölu í mörgum verslunum lyklaborð með innbyggðum kortalesurum sem er þægileg lausn. Einfalt er að tengja lesara við tölvu með USB snúru.
Hvernig útvega ég einkaskilríki með rafrænum skilríkjum?
Þú byrjar á því að sækja um einkaskilríki hjá Auðkenni hér.
Einkaskilríkin eru gefin út sérstaklega í þessum tilgangi og nýtast ekki til annars. Þú tilgreinir þinn banka eða sparisjóð og þangað sækir þú svo skilríkin þegar þau eru tilbúin.
Hvernig virkja ég rafræn skilríki á korti?
Þegar búið að er að senda inn umsókn og greiða fyrir skilríkin ferðu í það útibú sem að þú valdir og færð skilríkin virkjuð þar. Mundu að hafa meðferðis gilt skilríki (vegabréf, ökuskírteini eða íslenskt nafnskírteini). Gott er að vera búin/n að ákveða fyrir fram þau PIN-númer sem þú vilt hafa á kortunum. 4 stafa PIN númer fyrir auðkenningu og 6 stafa PIN númer fyrir undirritun.
Hvað er PIN-númerið langt?
Þegar kortið er virkjað þarf að velja sér 6 stafa PIN númer. Fyrstu fjórir tölustafirnir eru notaðir til auðkenningar – eins og að skrá sig inná island.is – en allir sex tölustafirnir eru notaðir til þess að undirrita rafrænt – eins og ef tekið er lán.
Hvar virkja ég skilríkin?
Skráningarstöðvar rafrænna skilríkja eru víða um land hjá fjarskipafélögum, bönkum og hjá Auðkenni.
Hvernig nota ég rafræn skilríki á korti?
Þegar búið er að virkja rafrænu skilríkin á korti, sækja SmartID hugbúnaðinn á tölvuna og sækja kortalesara til þess að nota skilríkin er hægt að hefja notkun skilríkjanna.
Til þess að nýta skilríkin ferð þú inná vefsvæði þjónustuaðila og velur að skrá þig inn með skilríki á korti. Passaðu að hafa kortið í kortalesaranum. Þá birtist gluggi frá SmartID þar sem þú slærð inn PIN-númerið sem þú valdir þegar skilríki voru virkjuð og þú ert komin/n inn.
Yfirlit yfir afgreiðslustaði rafrænna skilríkja má finna hér
Auðkenni annast alla þjónustu sem tengist rafrænum skilríkjum.
Netfang: audkenni@audkenni.is,
Sími 530 0000 - Netspjall
Þjónustuaðili
Auðkenni