Fara beint í efnið

Kílómetragjald á rafmagns-, vetnis- og tengiltvinnbíla

Skrá stöðu á kílómetramæli á Mínum síðum

Tímabundinn innflutingur bifreiða

Frá 1. júlí 2024 þarf að greiða gjald af bílum sem skráðir eru erlendis en koma tímabundið til Íslands.

Fast gjald

Fast gjald er lagt á alla bíla við komuna til landsins:

  • 10.000 kr. fyrir rafmagnsbíla og vetnisbíla

  • 5.000 kr. fyrir tengiltvinnbíla

Innflytjandi greiðir gjaldið til farmflytjanda sem stendur skil á því í ríkissjóð.

Kílómetragjald

Ef dvöl er lengri en 30 dagar er greitt kílómetragjald miðað við ekna kílómetra á Íslandi. Lesa þarf stöðu akstursmælis við komu og brottför.

Fast gjald sem greitt var við komu dregst frá kílómetragjaldi við uppgjör. Kílómetragjald verður aldrei lægra en nemur fasta gjaldinu.

Skrá stöðu á kílómetramæli á Mínum síðum

Þjónustuaðili

Skatt­urinn