Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Eftirlit með því að hátternisreglum sé fylgt skal vera í höndum aðila sem hefur viðeigandi sérþekkingu á viðfangsefni reglnanna og hefur fengið faggildingu í þeim tilgangi frá lögbæru eftirlitsyfirvaldi.

Nánar er fjallað um eftirlit með samþykktum hátternisreglum og faggildingu til að hafa eftirlit með því að þeim sé fylgt í 41. gr. reglugerðar (ESB) 2016/679 (persónuverndarreglugerðarinnar).

Þegar hátternisreglur hafa verið samþykktar verður hægt að sjá hvaða fyrirtæki eiga aðild að þeim/hafa innleitt þær í skrá Persónuverndar yfir samþykktar hátternisreglur og eftir atvikum í skrá Evrópska persónuverndarráðsins.

Báðar skrárnar verða opinberar.

Þegar fyrirtæki hefur innleitt hátternisreglur í starfsemi sinni þarf það að geta sýnt eftirlitsaðila reglnanna fram á að þær kröfur, sem gerðar eru í reglunum, séu uppfylltar. Þessar kröfur endurspegla þá starfsemi sem um ræðir.

Reglulegt eftirlit

Reglulegt eftirlit er með því hvort hátternisreglum er fylgt í starfseminni. Tilgangur þess er að reglunum, og aðild fyrirtækja að þeim, megi treysta.

Ef fyrirtækið uppfyllir ekki lengur þær kröfur sem gerðar eru í reglunum er hægt að afturkalla aðild þess að þeim.

Eftirlitsaðili reglnanna sendir þá Persónuvernd tilkynningu þess efnis.

Nánar er fjallað um hátternisreglur í 40. og 41. gr. reglugerðar (ESB) 2016/679.

Persónuvernd

Hafa samband

postur@personuvernd.is

Sími: 510 9600

Afgreiðslu­tími

Virka daga frá 9 til 12 og 13 til 15

Símatími lögfræðinga er alla fimmtudaga frá 9 til 12

Stað­setning

Laugavegur 166, 4. hæð

105 Reykjavík, Ísland

Kennitala: 560800-2820