Hátternisreglur persónuverndarlaga
Hvað ættu hátternisreglur að innihalda?
Hátternisreglur geta verið gagnlegar til að hjálpa fyrirtækjum að fara að persónuverndarlögunum. Í þeim er hægt að fjalla um málefni á borð við:
sanngjarna og gagnsæja vinnslu,
lögmæta hagsmuni ábyrgðaraðila í tilteknu samhengi,
söfnun persónuupplýsinga,
notkun gerviauðkenna við vinnslu persónuupplýsinga,
upplýsingagjöf gagnvart almenningi og skráðum einstaklingum,
hvernig einstaklingum er gert kleift að nýta réttindi sín samkvæmt persónuverndarlöggjöfinni,
upplýsingagjöf gagnvart börnum og þá vernd sem þeim er veitt, þar á meðal hvernig afla beri samþykkis forsjáraðila þegar þess þarf,
tæknilegar og skipulegar ráðstafanir til að tryggja lögmæti vinnslu, þ. á m. innbyggða og sjálfgefna persónuvernd og öryggisráðstafanir.
tilkynningar um öryggisbresti við meðferð persónuupplýsinga,
miðlun persónuupplýsinga til þriðju landa eða alþjóðastofnana,
málsmeðferð utan dómstóla og aðra málsmeðferð við lausn deilumála til að leysa deilur er varða vinnslu milli ábyrgðaraðila og skráðra einstaklinga, sbr. þó réttindi hinna skráðu skv. 77. og 79. gr. pvrg.