Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Hátternisreglur persónuverndarlaga

Hver er tilgangur þess að innleiða hátternisreglur í starfsemi fyrirtækis?

Innleiðing hátternisreglna í starfsemi fyrirtækis getur hjálpað fyrirtækinu að:

  • sýna meira gagnsæi og ábyrgð, en það getur gert öðrum fyrirtækjum og einstaklingum kleift að átta sig betur á því hvort vinnsla persónuupplýsinga stenst kröfur persónuverndarreglugerðarinnar, og þá jafnframt hjálpað þeim að meta hvort rétt sé að treysta fyrirtækinu fyrir persónuupplýsingum.

  • skapa sér samkeppnisforskot.

  • gera skilvirkar varúðarráðstafanir til þess að draga úr áhættu tengdri vinnslu persónuupplýsinga og grundvallarréttindum og frelsi hinna skráðu einstaklinga.

  • útbúa ferla í tengslum við tilteknar aðgerðir samkvæmt persónuverndarlögunum, svo sem flutning persónuupplýsinga til annarra landa.

  • setja sér markmið og kröfur um góða starfshætti.

  • draga úr líkum á þvingunaraðgerðum gagnvart fyrirtækinu.

  • sýna fram á að fyrirtækið hafi gert viðeigandi varúðarráðstafanir í tengslum við flutning persónuupplýsinga út fyrir EES-svæðið.

Að lokum má nefna að eitt af þeim atriðum sem hafa áhrif á ákvörðun um stjórnvaldssekt, skv. 47. gr. laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, er fylgni við viðurkenndar hátternisreglur.

Persónuvernd

Hafa samband

postur@personuvernd.is

Sími: 510 9600

Afgreiðslu­tími

Virka daga frá 9 til 12 og 13 til 15

Símatími lögfræðinga er alla fimmtudaga frá 9 til 12

Stað­setning

Laugavegur 166, 4. hæð

105 Reykjavík, Ísland

Kennitala: 560800-2820