Hátternisreglur persónuverndarlaga
Hverjir útbúa hátternisreglur?
Samtök og aðrir þeir aðilar, sem koma fram fyrir hönd tiltekinna atvinnugreina eða atvinnugeira, geta útbúið hátternisreglur að höfðu samráði við hagsmunaaðila, þar á meðal almenning, þegar við á.
Þau geta jafnframt gert breytingar á eldri reglum í því skyni að laga þær að persónuverndarreglugerðinni.
Leggja þarf drög að hátternisreglum fyrir Persónuvernd til samþykktar.
Persónuvernd gefur álit sitt á því hvort drögin samrýmist persónuverndarreglugerðinni og samþykkir þau ef hún telur að með þeim séu tryggðar nægilegar og viðeigandi verndarráðstafanir.
Ef hátternisreglurnar taka til vinnslu persónuupplýsinga í öðrum ríkjum innan EES mun Persónuvernd leggja þær fyrir Evrópska persónuverndarráðið.
Álit ráðsins á reglunum er í kjölfarið lagt fyrir framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, sem getur ákveðið hvort hátternisreglurnar teljist fullgildar í öllum ríkjum innan EES.