Ísland.is appið
Með ríkið í vasanum
18. september 2024
Notkun öflugra leysa og leysibenda er háð leyfi Geislavarna ríkisins. Einungis þau sem hafa til þess fullnægjandi þekkingu geta fengið leyfi til notkunar öflugra leysa. Á síðustu misserum hafa hins vegar komið upp atvik um ólögmæta notkun öflugra leysa á viðburðum. Geislavarnir hafa í framhaldi af þessum atvikum uppfært verklag við úrvinnslu umsókna með því að leggja aukna áherslu á að leyfishafar hafi lokið við námskeið um örugga notkun leysa.
2. september 2024
Geislavarnir hafa gefið út leiðbeiningar um notkun geislahlífa á sjúklinga, í samstarfi við sjúkrahús, heilbrigðisstofnanir og fagfélög.