Fara beint í efnið

Samgöngustofa: Leyfisveitingar og viðurkenningar

Eru einhverjar takmarkanir á notkun lítilla dróna?

Það eru takmarkanir á notkun lítilla dróna, þ.e.a.s. drónum undir 250 grömmum að þyngd, en þær eru almennt minni en á stærri drónum. Almennar reglur fyrir þessa dróna eru:

  • Fjarflugmaðurinn verður að hafa drónann ávallt í augsýn (VLOS).

  • Dróninn má ekki fljúga hærra en 120 m frá jörðu.

  • Það má aldrei fljúga yfir mannfjölda.

  • Það má ekki fljúga á bannsvæðum.

Athugaðu að ef dróninn er búinn myndavél þarf að skrá rekstraraðila á flydrone.is. Ekki er skylda að taka próf eða hafa hæfnivottorð fyrir dróna undir 250 grömmum, en það er alltaf hvatt til þess þar sem prófið er ókeypis fyrir skráða rekstraraðila.

Þú getur nálgast frekari upplýsingar hér

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?