Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Vinnsla persónuupplýsinga barna í skóla, frístund og tómstundastarfi

Skráning persónuupplýsinga í smáforrit í kennslu og starfi

Smáforrit og stafrænar lausnir sem nýta má í kennslu geta safnað persónuupplýsingum um nemendur á meðan á kennslu stendur.

Ýmsar áhættur eru fyrir hendi við slíka rafræna vinnslu persónuupplýsinga barna í skólastarfi.

Þegar skóli eða sveitarfélag tekur ákvörðun um hvaða persónuupplýsingar skuli vinna og í hvaða forriti, þá hafa börn í raun ekkert um það að segja og er því brýnt að missa ekki stjórn á persónuupplýsingum barnanna og halda gagnasöfnun í lágmarki.

Öll skráning persónuupplýsinga verður þannig að samrýmast grunnkröfum persónuverndarlaga, þar á meðal að:

  • vinnsla persónuupplýsinga er sanngjörn,

  • tilgangur er skýr

  • gæta þarf meðalhófs,

  • persónuupplýsingar eru réttar og áreiðanlegar.

Oftast liggur lagaskylda á viðkomandi skóla að skrá ýmsar upplýsingar í slík upplýsingakerfi og svo lengi sem skráningin er innan þeirra marka telst hún heimil.

Áður en persónuupplýsingar um nemendur eru skráðar í stafrænt upplýsingakerfi verður að gæta þess að heimild sé fyrir því samkvæmt persónuverndarlögum.

Ábyrgðaraðilar að vinnslu persónuupplýsinga þurfa líka að ganga úr skugga um að öryggi upplýsinganna sé tryggt. Til dæmis þarf að athuga hvort persónuupplýsingar séu fluttar út fyrir Evrópska efnahagssvæðið (hvort þær séu hýstar hjá fyrirtæki í bandaríkjunum til dæmis).

Einstakir starfsmenn, svo sem kennarar, ættu því ekki að taka smáforrit, upplýsingatæknikerfi eða aðrar tæknilausnir í notkun án þess að vera vissir um að það sé öruggt og heimildir séu til staðar til að vinna persónuupplýsingar barna í þeim, til dæmis með því að bera það undir stjórnendur sem geta tekið ákvarðanir um notkunina.

Það að taka í notkun nýja tækni eins og smáforrit eða upplýsingatæknikerfi, getur kallað á framkvæmd svokallaðs mats á áhrifum á persónuvernd eða ráðgjöf frá persónuverndarfulltrúa.

Foreldrar og börn, eftir því sem við á, eiga rétt á að fá fræðslu um þá vinnslu persónuupplýsinga barna sem fer fram með notkun búnaðarins.

Sjá nánar um notkun upplýsingatæknikerfa og stafrænna lausna í skóla- og frístundastarfi í leiðbeiningum fyrir ábyrgðaraðila á vef Persónuverndar.

Persónuvernd

Hafa samband

postur@personuvernd.is

Sími: 510 9600

Afgreiðslu­tími

Virka daga frá 9 til 12 og 13 til 15

Símatími lögfræðinga er alla fimmtudaga frá 9 til 12

Stað­setning

Laugavegur 166, 4. hæð

105 Reykjavík, Ísland

Kennitala: 560800-2820