Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Skyldur þeirra sem koma að frístunda- og tómstundastarfi barna

Skólar og aðrir aðilar sem koma að frístunda- og tómstundastarfi barna þurfa að tryggja að vinnsla persónuupplýsinga samræmist lögum um persónuvernd og þurfa að geta sýnt fram á það.

Í þessu felst meðal annars að:

  • vinnslan þarf að styðjast við heimild í lögum,

  • uppfylla þarf meginreglur laganna,

  • veita þarf viðeigandi fræðslu um vinnsluna eftir því sem við á, og

  • meta skal hvort gera þurfi mat á áhrifum á persónuvernd

Almennt er ekki hægt að byggja á samþykki nema um sé að ræða algerlega valfrjálsa þjónustu. Persónuverndarlög gera ráð fyrir því að slík vinnsla fari almennt eingöngu fram ef hún er nauðsynleg og byggi á lagaheimild.

Ábyrgðaraðili þarf að sýna fram á hver nauðsyn er fyrir hverja vinnslu fyrir sig.

Persónuvernd

Hafa samband

postur@personuvernd.is

Sími: 510 9600

Afgreiðslu­tími

Virka daga frá 9 til 12 og 13 til 15

Símatími lögfræðinga er alla fimmtudaga frá 9 til 12

Stað­setning

Laugavegur 166, 4. hæð

105 Reykjavík, Ísland

Kennitala: 560800-2820