Leyfi til setu í óskiptu búi
Hvenær þarf samþykki annarra erfingja
Ef fyrir liggur erfðaskrá um að eftirlifandi maki eigi rétt til setu í óskiptu búi þarf hann ekki að fá samþykki frá öðrum erfingjum til þess að nýta sér þann rétt.
Ef hjón eiga eingöngu sameiginlega erfingja þarf eftirlifandi maki ekki að fá samþykki þeirra fyrir leyfi til setu í óskiptu búi. Sama gildir um ófjárráða stjúpbarn sem eftirlifandi maki fer með forsjá yfir.
Ef hjón eiga ekki eingöngu sameiginlega erfingja og ekki liggur fyrir erfðaskrá þarf eftirlifandi maki að fá samþykki frá þeim sem eru eingöngu erfingjar hins látna (stjúpbörn umsækjanda) fyrir leyfi til setu í óskiptu búi. Ef erfingi er ófjárráða þarf lögráðamaður hans að veita samþykkið.
Eftirlifandi maki þarf alltaf að sækja um leyfi til setu í óskiptu búi til sýslumanns.
Þjónustuaðili
Sýslumenn