Leyfi til setu í óskiptu búi
Hvað felst í leyfi til setu í óskiptu búi
Leyfi til setu í óskiptu búi frestar skiptum á eignum og skuldum hins látna milli erfingja og eftirlifandi maki tekur við þeim.
Leyfið felur í sér að eftirlifandi maki:
Ræður einn yfir eignum búsins.
Ber persónulega ábyrgð á skuldum hins látna
Þarf ekki samþykki annarra erfingja til að ráðstafa eignum búsins
Ber að gæta hóflegrar fjárstjórnar.
Athygli er vakin á að eftirlifandi maki getur lýst því yfir við sýslumann innan tveggja mánaða að arfur eða gjöf sem honum hlotnast skuli ekki renna inn í búið.
Eftirlifandi maki getur einungis ráðstafað sínum búshluta með erfðaskrá.
Eftirlifandi maki þarf að skipta búinu áður en hann gengur í hjónaband að nýju.
Þjónustuaðili
Sýslumenn