Fara beint í efnið

Leiðbeiningar um útfyllingu umsóknar um leyfi til setu í óskiptu búi.

Eftirlifandi maki getur óskað eftir að fá leyfi til setu í óskiptu búi. Það á eingöngu við ef eftirlifandi maki og látni voru í hjónabandi.

Fylla þarf út umsókn og skila henni undirritaðri til sýslumanns þar sem skiptin fara fram. Á umsóknina skal fylla út upplýsingar um allar hjúskapareignir og skuldir beggja hjóna á dánardegi hvar sem þær eru í heiminum.

Með umsókn skulu fylgja:

  • Bankayfirlit og yfirlit yfir skuldir.

  • Einnig önnur gögn svo sem erfðaskrá, kaupmáli og yfirlýsing um samþykki til leyfis setu í

    óskiptu búi.

Ef hjón eiga séreignir skal ekki skrá þær á umsókn um leyfið. Ef látni átti séreignir þurfa skipti á þeim að fara fram áður en hægt er að gefa út leyfið

Sýslumaður fer yfir umsóknina og gefur út leyfi séu skilyrði uppfyllt.

Leyfið er sent til maka í stafrænt pósthólf á Ísland.is og með bréfpósti. 

Ekkert gjald er tekið fyrir útgáfu leyfisins. Ef í búinu eru fasteignir, skip eða loftför þarf að þinglýsa leyfinu og greiða þinglýsingargjald. Einnig þarf eftirlifandi maki að færa allar aðrar eignir yfir á sitt nafn.

Athygli er vakin á því að útgáfa leyfis til setu í óskiptu búi felur í sér að eftirlifandi maki ber persónulega ábyrgð á skuldum látna. 

Ef þú ert ekki með rafræn skilríki getur þú nálgast umsókn á PDF hér.

Kæruheimild

Ákvarðanir sýslumanns kunna að vera kæranlegar til héraðsdóms.

Umsókn um leyfi til setu í óskiptu búi

Þjónustuaðili

Sýslu­menn

Sýslumenn

Höfuð­borg­ar­svæðið

Mán. til fim. 8:30 - 15
Fös. 8:30 - 14

Vest­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Vest­firðir

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 13:30

Norð­ur­land vestra

Mán. til fös. 9 - 15

Norð­ur­land eystra

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Aust­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9-14

Suður­land

Mán. til fös. 9 - 15

Vest­manna­eyjar

Mán. til fim. 9:15 - 15
Fös. 9:15 - 14

Suðurnes

Mán. til fös. 8:30 - 15