Fara beint í efnið

Leyfi til setu í óskiptu búi

Umsókn um leyfi til setu í óskiptu búi

Hvaða skilyrði þurfa að vera uppfyllt til að fá úgefið leyfi

  • Eftirlifandi maki getur ekki fengið leyfi til setu í óskiptu búi ef hinn látni hefur ákveðið í erfðaskrá að skipti eigi að fara fram eftir andlát hans.

  • Umsækjandi og hinn látni hafi verið í hjónabandi. Sambúðarmaki sem var í sambúð með hinum látna en ekki í hjónabandi getur ekki sótt um leyfi til setu í óskiptu búi.  

  • Eftirlifandi maki má ekki vera eini erfingi hins látna heldur þarf hinn látni að hafa átt afkomendur á lífi.

  • Hjón verða að hafa átt einhverjar hjúskapareignir. Ef hinn látni átti séreignir þurfa skipti á þeim að fara fram áður en hægt er að gefa út leyfið.  Það á ekki við ef það segir í kaupmálanum að séreignir verði hjúskapareignir eftir andlát.  

  • Ef hinn látni ráðstafaði arfi með erfðaskrá getur þurft að ganga frá skiptum á þeim eignum áður en hægt er að gefa út leyfið.

  • Ef eftirlifandi maki er sviptur lögræði getur hann ekki fengið leyfi til setu í óskiptu búi nema með samþykki yfirlögráðanda (sýslumanns).   

  • Eftirlifandi maki verður að hafa forræði á búi sínu. Bú hans má ekki vera til gjaldþrotaskipta.

  • Skuldir í búi eftirlifandi maka mega ekki vera meiri en eignir.

  • Eftirlifandi maki verður að vera fær um að sjá um fjármál sín.

  • Ef þörf er á samþykki frá öðrum erfingjum hins látna þurfa þau að liggja fyrir.

  • Ef erfingi hefur lagt fram kröfu um opinber skipti á dánarbúi í héraðsdómi  verður leyfi til setu í óskiptu búi ekki gefið út nema héraðsdómur hafni þeirri kröfu.  

Umsókn um leyfi til setu í óskiptu búi

Þjónustuaðili

Sýslu­menn

Sýslumenn

Höfuð­borg­ar­svæðið

Mán. til fim. 8:30 - 15
Fös. 8:30 - 14

Vest­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Vest­firðir

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 13:30

Norð­ur­land vestra

Mán. til fös. 9 - 15

Norð­ur­land eystra

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Aust­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9-14

Suður­land

Mán. til fös. 9 - 15

Vest­manna­eyjar

Mán. til fim. 9:15 - 15
Fös. 9:15 - 14

Suðurnes

Mán. til fös. 8:30 - 15