Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Vinnueftirlitið Forsíða
Vinnueftirlitið Forsíða

Vinnueftirlitið

Rannsókn vinnuslysa

Vinnueftirlitið rannsakar orsakir slysa, óhappa og mengunar sem tilkynnt er um á grundvelli laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum.

Tilgangur rannsókna Vinnueftirlitsins er að stuðla að því að komið sé í veg fyrir að slíkt endurtaki sig á vinnustöðum. Á það bæði við á viðkomandi vinnustað sem og á öðrum vinnustöðum þar sem aðstæður eru sambærilegar.

Vinnueftirlitið rannsakar aðallega alvarleg slys sem tilkynnt eru til Neyðarlínu 112. Stofnunin metur í hverju tilfelli fyrir sig hvort það telji ástæðu til að gera sérstaka vettvangskönnun en ekki er alltaf þörf á slíkri rannsókn þegar til dæmis orsakir slyss liggja fyrir. Vinnueftirlitið upplýsir atvinnurekanda í hverju tilviki um hvort það telji þörf á sérstakri vettvangsathugun.

Óheimilt er að breyta aðstæðum á slysstað umfram það sem nauðsynlegt er vegna björgunaraðgerða áður en vettvangskönnun Vinnueftirlitsins hefur farið fram.

Frá og með áramótum 2024 eru skýrslur um vinnuslys gefnar út hér á vefnum. Þær má finna undir útgefið efni.