Ný viðhorfskönnun, sem framkvæmd var frá nóvember 2024 til janúar 2025, leiðir í ljós að almenningur er sífellt ánægðari með þjónustu sýslumanna og ber mikið traust til embættanna. Könnunin náði til fólks víðs vegar af landinu og varpaði ljósi á ýmsa þætti er varða þjónustu og samskipti við sýslumannsembættin.